Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Ísland

Moderator: MapSir

Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby Mitnick » Fri Nov 30, 2012 1:26 pm

Eru margir að nota þetta forrit á Íslandi og hversu virkir eru notendur?

Hvernig er stigataflan fyrir landið?
Area Manager:
Norge = Tønsberg, Nøtterøy, Kirkenær og Namnå
Island = Reykjavíkursvæðið, Mosó, Akranes, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Ísafjörður

Image
Mitnick
 
Posts: 53
Joined: Wed Jun 22, 2011 7:45 am
Has thanked: 0 time
Been thanked: 4 times

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby Ruddar » Wed Jan 02, 2013 9:02 am

Gleðilegt nýtt ár.

Ég nota þetta í hverri viku, aðeins í akstri en ekki uppfærslu á kortinu á netinu og er sjaldan hér á spjallinu, gæti breyst eftir að það er komið sér Íslenskt spjall ;)

Stigataflan er ekki há og þarf því ekki mörg stig til að verða Royalty hér á landinu.

3 efstu í dag eru:

Ruddar = 127,854
frankm78 = 97,230
c-ricky = 22,605
Ruddar
 
Posts: 1
Joined: Sun Oct 09, 2011 9:49 am
Has thanked: 0 time
Been thanked: 0 time

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby Mitnick » Wed Jan 02, 2013 5:21 pm

Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis.

Vona bara að fleiri fari að nota þetta forrit svo það verði betra og betra.
Area Manager:
Norge = Tønsberg, Nøtterøy, Kirkenær og Namnå
Island = Reykjavíkursvæðið, Mosó, Akranes, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Ísafjörður

Image
Mitnick
 
Posts: 53
Joined: Wed Jun 22, 2011 7:45 am
Has thanked: 0 time
Been thanked: 4 times

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby zedith » Tue Jun 25, 2013 11:14 am

Sælir, ég er að byrja að nota þetta hér. Hef notað Waze í Danmörku töluvert.
Ég hef gert nokkrar breytingar og bætt við í editornum. Er eitthvað sérstakt sem þarf að gera annað en að bíða eftir að breytingarnar komi fram? Ef ég hef lesið mig rétt til getur það tekið vikur eða mánuði :/
zedith
 
Posts: 2
Joined: Thu Jun 20, 2013 3:23 pm
Has thanked: 1 time
Been thanked: 0 time

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby Mitnick » Wed Jun 26, 2013 6:43 am

Sælir og velkominn hér á spjallið, gott að sjá að þetta lífgi aðeins við og ekki bara ég sem er að pósta hér inn :)

já það er rétt, það getur tekið mánuð að það komi fram þar sem þeir uppfæra kortin venjulega í hverjum mánuði.

Hef reyndar séð að það er ekki alltaf eins kortin í iPhone og Android símum, alveg eins og Android hangi aðeins á eftir með uppfærslu á kortunum.

Hvar ert þú á landinu?

Ég er búinn að reyna að teikna eins mikið og ég get en þar sem ég er ekki með Country manager þá get ég ekki breytt á öllu landinu, sæki um að vera Area manager á þeim svæðum sem ég þekki til svo ég geti breytt og komið þeim á kortið.
Area Manager:
Norge = Tønsberg, Nøtterøy, Kirkenær og Namnå
Island = Reykjavíkursvæðið, Mosó, Akranes, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Ísafjörður

Image
Mitnick
 
Posts: 53
Joined: Wed Jun 22, 2011 7:45 am
Has thanked: 0 time
Been thanked: 4 times

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby zedith » Wed Jul 24, 2013 9:59 am

Ég er í Hafnarfirði. Hef aðeins uppfært húsnúmer þar, sérstaklega í 221.
Hef svo lengst keyrt austur að Vík og lagaði slatta af villum á þeirri leið. Bætti líka inn götunum á Skógum bara svona til að prófa :)

Ég sakna samt mest húsnúmerana. Hræðilegt að vera bara lóðsaður "að götunni" eða inn á hana miðja.
Líklega þarf ég bara að bíða eftir uppfærslunni sem ég gerði fyrir c.a. mánuði síðan, hún er allavega ekki komin inn í Android símann hjá mér.
zedith
 
Posts: 2
Joined: Thu Jun 20, 2013 3:23 pm
Has thanked: 1 time
Been thanked: 0 time

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby Mitnick » Sat Jul 27, 2013 8:25 am

Flott framlag.
Það virkar á mig eins og Android sé aðeins á eftir með uppfærslur á kortunum miðað við iPhone.

Það er hellings vinna að setja inn húsnúmer á þeim svæðum sem búið er að merkja inn, ég er að vinna í því svona þegar ég hef tíma, tekur bara svo langan tíma þegar maður er nánast einn í þessu.
Area Manager:
Norge = Tønsberg, Nøtterøy, Kirkenær og Namnå
Island = Reykjavíkursvæðið, Mosó, Akranes, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Ísafjörður

Image
Mitnick
 
Posts: 53
Joined: Wed Jun 22, 2011 7:45 am
Has thanked: 0 time
Been thanked: 4 times

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby petursteinn » Wed Jul 31, 2013 1:12 am

Bara að melda mig inn. Hef notað Waze (á iPhone) innanbæjar í Reykjavík nær daglega s.l. 2 mánuði. Fór eina ferð norður á Húsavík um daginn og gerði lagfæringar á vegakerfinu þangað/þaðan til prufu. Bíð eftir að sjá breytingarnar koma fram :)
petursteinn
 
Posts: 3
Joined: Sun Jun 23, 2013 5:22 pm
Has thanked: 0 time
Been thanked: 1 time

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby Mitnick » Wed Jul 31, 2013 2:31 am

Glæsilegt, bara vona að fleiri fari að nota það svo það verði betra.

Finnst heldur dýrt að kaupa kort af Íslandi í Garmin, betra ef við getum gert það sjálf í Waze ;)
Area Manager:
Norge = Tønsberg, Nøtterøy, Kirkenær og Namnå
Island = Reykjavíkursvæðið, Mosó, Akranes, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Ísafjörður

Image
Mitnick
 
Posts: 53
Joined: Wed Jun 22, 2011 7:45 am
Has thanked: 0 time
Been thanked: 4 times

Re: Hverjir eru að nota þetta forrit að jafnaði?

Postby TechNL » Thu Nov 28, 2013 4:17 pm

Nýbúinn að byrja með Waze á Windows Phone :) Ég ætla að bæta eins míkið við og hægt er. :) Ó, fyrirgefið þið málfræðimistök; ég er útlendingur.
TechNL
 
Posts: 2
Joined: Mon Nov 25, 2013 3:26 pm
Has thanked: 0 time
Been thanked: 0 time

Next

Return to Iceland

Who is online

Users browsing this forum: No registered users